Gagnvirkni í glærusýningum

Ég hef áður skrifað um mögluleika á gagnvirkni í kynningum, m.a. með Nearpod og með því að virkja spjallsvæðið á Google Sildes. Um daginn rakst ég á umfjöllun um viðbót við Google Slides sem heitir Poll Everywhere. Það borgar sig nefnilega stundum að þvælast um á Twitter og fylgjast með myllumerkjum sem eiga hugann hverju sinni. Þar sem ég hafði nýlega virkjað spjallsvæði í Google Slides sýningu fannst mér þetta áhugavert og hlóð viðbótinni niður og stofnaði mér ókeypis aðgang á vefsvæði Poll Everywhere.  Um leið og það hefur verið gert bætist flipi sem heitir Poll Everywhre við skipanaröðina efst þegar Google Slides er opnað. Til þess að setja könnun, spurningu eða annað sem viðbótin býður uppá þarf ekki annað en að smella á þennan flipa og velja hvað á að setja inn í glærusýninguna.

Svo virðist sem hægt sé að gera sér safn af spurningum og könnunum inni á vefsvæðinu hjá Poll Everywhere og geyma þær þar og sækja þær og setja inn í glærusýningar þegar hentar. Einnig er hægt að búa til nýjar spurningar sem henta hverju tilefni fyrir sig og þá að gera það beint úr Google Slides og setja inn í sýninguna.

Halda áfram að lesa

Eykur Nearpod skilvirkni starfsmannafunda?

nearpod

Á starfsmannafundum kemur það fyrir að þar þarf að vera með fræðslu á glærusýningu. Það kemur líka fyrir að starfsmenn nota tímann á slíkum fundum til að hræra í tölvunni sinni eða snjalltækjum og sumir jafnvel taka fram handavinnu sína á meðan á fræðslunni stendur. Fræðsla með hefðbundnum glærusýningum getur líka verið ágæt til síns brúks, þegar það á við en á fundum með starfsmannahópi sem þarf að koma sér saman um viðbrögð og vinnulag eru þær kannski ekki alltaf skilvirkasta leiðin. Ég hef sennilega ekki tölu á þeim fundum og fræðsluerindum sem ég hef haldið með þessu formi. Fræðsla um Olweus-áætlunina gegn einelti er dæmi um fundi þar sem verkefnisstjóri fer yfir glærur með fróðleik sem starfsmenn eiga að tileinka sér og stilla saman vinnu sína eftir því. Í gegnum tíðina hef ég haldið marga slíka fræðslufundi.

Halda áfram að lesa

Starfsmannafundir

Eins og aðrir fundir þá geta starfsmannafundir verið misjafnir og margs konar; tilkynningafundir, vinnufundir, matsfundir, lærdómsfundir, skemmtilegir, orkumiklir eða leiðinlegir, allt eftir eðli aðstæðna og markmiðs þeirra.

Nú þegar skólaárinu lýkur eru sjálfsagt margir að líta yfir farinn veg og setja sér markmið og áherslur næsta vetrar. Það er alla vega meiningin í Þelamerkurskóla.

sUm helgina datt mér í hug hvort orðaský gæti ekki verið niðurstöðublað úr hópumræðum starfsmannahópsins. Það er tölvuert langt síðan ég skoðaði síðast leiðir til að búa til orðaský. Ég hef í gegnum tíðina mest notað Word It Out af því mér finnst það aðgengilegt, smart og auðvelt. Eftir því sem ég kemst næst þá breytir það ekki stærð orðanna eftir því hve oft þau koma fyrir í textanum sem búa til skýið og í þessu samhengi fannst mér það skipta máli.

Til að skoða fleiri möguleika fann ég þessa grein sem segir frá átta möguleikum sem kennarar geta notað til að búa til orðaský.

Halda áfram að lesa